Hoppa yfir valmynd

Löggæsla

Löggæsla og öryggismál varða allsherjarreglu og almannaöryggi, öryggi einstaklinga og þjóðfélagshópa, réttaröryggi og samfélagslegan stöðugleika gagnvart ógnum af mannavöldum, vegna náttúruhamfara eða hnattrænna áhættuþátta. 

Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að efla innlendar stofnanir sem sinna daglegu almannaöryggi. Jafnframt hefur verið unnið að því að gera þessar stofnanir færar um að taka virkan þátt í að tryggja almannaöryggi í okkar heimshluta í samstarfi við aðrar þjóðir. Áhersla hefur verið á eftirtalin þrjú atriði:

  1. Uppbyggingu á fjölmörgum sviðum almannaöryggismála s.s. á vettvangi löggæslu, ákæruvalds, landhelgisgæslu, almannavarna, leitar og björgunar, björgunarsveita, mengunarvarna, sóttvarna, tollgæslu, fjarskipta, netöryggis, flugverndar, siglingaverndar og samræmdrar neyðarsímsvörunar.

  2. Í öðru lagi hafa innlendar stofnanir og félög eflt samstarf sín á milli. Gerðir hafa verið samstarfssamningar og viðbragðsáætlanir auk þeirrar samvinnu sem fram fer innan Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Fjöldi viðbragðs- og neyðaráætlana liggur fyrir sem eru til þess fallnar að treysta samstarf og árangursrík viðbrögð þegar á reynir.

  3. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á að löggæslu- og öryggisstofnanir séu þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og eigi góða samvinnu við hliðstæðar stofnanir í nágrannaríkjum. Samstarf af því tagi skiptir miklu máli þegar lagt er mat á hættur og viðbrögð við þeim.

Lögreglan og Landhelgisgæsla Íslands eru þær löggæslu- og öryggisstofnanir þjóðfélagsins sem hafa með höndum löggæslu í víðustu merkingu þess orðs og gegna lykilhlutverki í öryggis- og viðbragðskerfi þjóðarinnar.

Samstarf íslensku lögreglunnar og landhelgisgæslunnar við erlendar öryggis- og löggæslustofnanir fer einkum fram innan vébanda norrænnar samvinnu, Alþjóðalögreglunnar (Interpol), Evrópulögreglunnar (Europol) og NATO.

Sjá einnig umfjöllun um lögreglu í kaflanum Lög og réttur.

Sjá einnig:

FRÉTTIR

Síðast uppfært: 9.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta