Félagsleg aðstoð
Um félagslega aðstoð er fjallað í lögum um félagslega aðstoð. Bætur félagslegrar aðstoðar eru mæðra- og feðralaun, barnalífeyrir vegna skólanáms eða starfsþjálfunar ungmennis á aldrinum 18–20 ára, umönnunargreiðslur, makabætur, umönnunarbætur, dánarbætur, endurhæfingarlífeyrir, heimilisuppbót, frekari uppbætur, styrkir vegna kaupa á bifreið, uppbót vegna kaupa á bifreið, uppbót vegna reksturs bifreiðar og endurgreiðsla umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf.
Bætur félagslegrar aðstoðar greiðast eingöngu þeim sem lögheimili eiga hér á landi og að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim. Þar er heimilt að tengja greiðslu bótanna við tekjur, aðrar en húsaleigubætur, eftir því sem við á.
Tryggingastofnun ríkisins greiðir bætur samkvæmt lögum.
Kostnaður við bætur félagslegrar aðstoðar greiðist úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun fjárlaga og fjáraukalaga hverju sinni.
Sjá einnig:
Lög
Reglugerðir
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Áhugavert
Almannatryggingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.