Slysatryggingar
Slysatryggingar almannatrygginga taka til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, hvers konar íþóttaæfingar, íþróttasýningar, íþróttakeppni eða heimilisstörf. Með slysi er átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.
Bætur slysatrygginga eru sjúkrahjálp, dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur.
Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd slysatrygginga almannatrygginga og greiða bætur vegna slysa.
Útgjöld slysatrygginga eru borin af tekjum ríkissjóðs af tryggingagjaldi og iðgjöldum.
Úrskurðarnefnd velferðarmála fjallar um ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði og upphæð bóta eða greiðslna.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Sjúkratryggingar Íslands
Úrskurðarnefndir
Ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands eru kæranlegar til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Almannatryggingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.