Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030
Í janúar 2019 var skipaður stýrihópur sem hafði það hlutverk að setja fram drög að framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Verkefnið var unnið í samvinnu fulltrúa frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum ferðaþjónustunnar og Stjórnstöð ferðamála. Við undirbúning voru lögð til grundvallar margvísleg fyrirliggjandi gögn frá Íslandi og nokkrum viðmiðunarlöndum, m.a. Nýja-Sjálandi, Sviss og Skotlandi.
Lögð er fram sú framtíðarsýn að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun. Áhersla er einnig lögð á að íslensk ferðaþjónusta stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld og sé þekkt fyrir gæði, fagmennsku og einstaka upplifun.
Framtíðarsýn ferðaþjónusta
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.