Verðlagsnefnd búvara
Verðlagsnefnd búvara er skipuð og starfar ákvæðum búvörulaga. Nefndin er skipuð sex mönnum og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.
Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skal annar þeirra tilnefndur af stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hinn af stjórn Alþýðusambands Íslands. Noti annar aðilinn ekki tilnefningarrétt sinn færist réttur hans til hins.
Stjórn Bændasamtaka Íslands og stjórnir búgreinasamtaka, sem hlotið hafa viðurkenningu skv. 4. gr. búvörulaga og starfa fyrir búgreinafélög þeirra afurða sem verðlagðar eru hverju sinni, tilnefna tvo fulltrúa í nefndina sameiginlega. Skal annar þeirra tilnefndur til að fjalla eingöngu um verðmyndun til framleiðenda. Skal hann víkja úr nefndinni fyrir fulltrúa samtaka afurðastöðva í nefndinni þegar fjallað er um verðmyndun hjá afurðastöðvum.
Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skulu þeir tilnefndir þannig að í nefndinni starfi hverju sinni fulltrúar frá þeirri vinnslugrein sem um er rætt hverju sinni. Annar þessara fulltrúa skal tilnefndur til að starfa aðeins í nefndinni þegar nefndin fjallar um verðmyndun hjá afurðastöðvum og kemur í stað fulltrúa framleiðenda sem víkur sæti.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tilnefnir einn fulltrúa í nefndina og er hann formaður hennar. Einnig tilnefnir ráðherra fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina og hefur hann tillögurétt.
Varamenn eru tilnefndir á sama hátt og aðalmenn. Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd skal lokið 15. júní ár hvert. Nú notar einhver aðili ekki rétt sinn til tilnefningar og skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þá tilnefna mann í nefndina í stað samtaka framleiðenda og samtaka afurðastöðva en félagsmálaráðherra á sama hátt í stað samtaka launþega. Nefndin skal fullskipuð 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands er verðlagsnefnd til aðstoðar.
Verðlagsgrundvöllur kúabús
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2024
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2024
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2024
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2023
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2023
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2023
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2023
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2022
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2022
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2022
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2022
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2021
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2021
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2021
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2021
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2020
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2020
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2020
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2020
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2019
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2019
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2019
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2019
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2018
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2018
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2018
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2018
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2017
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2017
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2017
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2017
- Verðlagsgrundvöllur 1. desember 2016
- Verðlagsgrundvöllur 1. september 2016
- Verðlagsgrundvöllur 1. júní 2016
- Verðlagsgrundvöllur 1. mars 2016
Gjaldaliðir hjá mjólkursamlögum
- Reiknuð hækkun september 2023 - desember 2023
- Reiknuð hækkun mars 2023 - september 2023
- Reiknuð hækkun mars 2023 - júní 2023
- Reiknuð hækkun desember 2022 - mars 2023
- Reiknuð hækkun september 2022 - desember 2022
- Reiknuð hækkun mars 2022 - september 2022
- Reiknuð hækkun október 2021 - mars 2022
- Reiknuð hækkun mars 2021 - október 2021
- Reiknuð hækkun maí 2020 - mars 2021
- Reiknuð hækkun desember 2019 – maí 2020
- Reiknuð hækkun ágúst 2019 - desember 2019
- Reiknuð hækkun desember 2016 - júní 2018
- Reiknuð hækkun júní - desember 2016
- Reiknuð hækkun júní - nóvember 2016
- Reiknuð hækkun júlí 2015 - júní 2016
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Forsendur
Auglýsingar og fréttatilkynningar
Landbúnaður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.