Hoppa yfir valmynd

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins.

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar veitir styrki til rekstraraðila í Grindavík sem verða fyrir meiri háttar óbeinu tjóni á matvælum og fóðri af völdum hamfara í bænum, þ.m.t. tjón vegna rýmingaraðgerða stjórnvalda sem tengjast hamförunum. Með rekstraraðilum er átt við einstaklinga eða lögaðila sem stunda tekjuskattskyldan atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi.

Lög og reglur sem gilda um sjóðinn

Styrkumsókn til Afurðasjóðs Grindavíkurbæjar

Styrkumsókn er skilað með rafrænum hætti gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins:

Nánar um styrki sjóðsins

Afurðasjóður Grindavíkur veitir styrki til að bæta meiri háttar óbeint tjón á:

  • Fóðri: Hvers konar efni eða vörur, einnig aukefni, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem ætluð eru til fóðrunar dýra. Til fóðurs teljast einnig vörur unnar úr fiski eða fiskúrgangi.
  • Matvælum: Hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti.

Ekki eru veittir styrkir úr Afurðasjóði Grindavíkurbæjar vegna tjóna sem:

  • Njóta almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt á annan hátt.
  • Valdið er af ásetningi eða gáleysi.

Mikilvægt er að:

  • Tilkynna tjón svo fljótt sem kostur er í kjölfar tjóns.
  • Ekki spilla vettvangi tjóns áður en sjóðnum gefst kostur á að leggja mat á tjónið.

Stjórn Afurðasjóðs Grindavíkurbæjar

Hafa samband

Hægt er að senda almennar fyrirspurnir um sjóðinn á [email protected]. Styrkumsóknum er ekki hægt að skila í tölvupósti.

Síðast uppfært: 26.11.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta