Kynjuð tölfræði
Greitt aðgengi að tölfræðiupplýsingum sem eru sundurgreindar eftir kyni er ein af lykilforsendum þess að hægt sé að leggja mat á áhrif ráðstafana í ríkisfjármálum á kynin eða að öðru leyti samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við ákvarðanatöku. Með þetta í huga er í lögum nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna kveðið á um að opinberir aðilar skuli leitast við að greina á milli kynja við alla tölfræðivinnslu nema sérstakar ástæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því.
Kortlagning á aðgengileika kyngreindra tölfræðigagna, sem gerð hefur verið í tengslum við útgáfu á stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða, gefur til kynna að bæta þurfi skráningu og vinnslu kyngreindra tölfræðigagna. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní 2020 starfshóp um kyngreind tölfræðigögn sem ætlað er að bæta yfirsýn yfir kyngreind tölfræðigögn og stuðla að því að söfnun og notkun á kyngreindum tölfræðigögnum hjá opinberum aðilum verði gerð með sambærilegum hætti.
Hagstofa Íslands safnar tölulegum upplýsingum um íslenskt samfélag, vinnur úr þeim og miðlar til notenda. Gögn eru sundurgreind eftir kyni þar sem það er mögulegt. Vert er að benda sérstaklega á tölfræði heimsmarkmiðanna og Velsældarvísa sem Hagstofan hefur tekið saman. Þar að auki taka ýmsar stofnanir og sveitarfélög saman og birta kyngreindar upplýsingar er varða starfsemi sína en enn sem komið er ekki hægt að fá yfirsýn yfir þau gögn á einum stað.
Kynjuð fjárlagagerð
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.