Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Árið 2022 var hleypt af stokkunum umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar til að tryggja farsæla innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi.
Alþingi samþykkti landsáætlunina sem þingsályktunartillögu í mars 2024. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveðið var á um í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar.
Landsáætlunin markar tímamót, enda er Ísland nú í fyrsta sinn með heildstæða stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Markmiðið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.
Landsáætlunin í heild sinni
Hér að ofan getur þú nálgast skjalið í heild sinni: Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
Landsáætlun: Auðlesin útgáfa
Miðstöð um auðlesið mál tók saman auðlesna útgáfu af landsáætluninni. Þú getur nálgast hana hér að ofan.
Hringferð vegna landsáætlunar
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið bauð til opinna samráðsfunda vítt og breitt um landið í tengslum við gerð landsáætlunarinnar og voru þeir vel sóttir.
Landsáætlun samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti landsáætlunina sem þingsályktunartillögu á Alþingi þann 20. mars 2024.
Myndband um landsáætlunina:
Við tókum saman myndband um landsáætlunina og gerð hennar. Endilega kíktu á það!
Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrir mannlegri reisn þess.
Viltu vera á póstlista?
Viltu fylgjast með landsáætluninni? Þú getur skráð þig á póstlista og munt fá fréttir sendar með tölvupósti.
Húsfyllir á samráðsþingi í Hörpu:
Afar fjölmennt samráðsþing fór fram í Silfurbergi í Hörpu í febrúar 2023 um landsáætlunina. Að þinginu stóðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp. Þingið var allt saman tekið upp og upptökuna má nálgast hér að ofan.
Skýr framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks
Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður meginverkfæri stjórnvalda í heildstæðri stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks. Áætlunin nær til allra þeirra málasviða sem falla undir samninginn.
- Landsáætlunin felur í sér skýra framtíðarsýn, val og skilgreiningu meginmarkmiða sem stefnt skal að og framsetningu aðgerða til að innleiða samninginn. Byggt er á kortlagningu á fjárhagslegri og faglegri stöðu málaflokksins og skoðun kosta í framþróun þjónustunnar.
- Markmiðin sem skilgreind eru í landsáætlun byggja á greinum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þeim fylgir síðan áætlun um aðgerðir. Framvindan verður metin á árlegu samráðsþingi.
Verkefnið var unnið í víðtæku samráði og með þátttöku fatlaðs fólks, ráðuneyta, sveitarfélaga, hagsmunasamtaka, einstaklinga og almennings.
Fréttir
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðRéttindagæsla fyrir fatlað fólk flyst yfir til Mannréttindastofnunar 02.12.2024
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðAllar umsóknir frá sveitarfélögum og þjónustusvæðum um NPA árið 2024 samþykktar21.11.2024
- Menningar- og viðskiptaráðuneytiðSameinast um stórbætt aðgengi fatlaðs fólks að stafrænum lausnum28.10.2024
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Jafnréttisþing 2024: Staða fatlaðra kvenna á vinnumarkaði15.10.2024
Verkefnastjórn
Verkefnastjórn um gerð landsáætlunarinnar er skipuð 13 manns sem koma úr ráðuneytum, félagasamtökum og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Unnið saman sem jafningar
Grundvallarhugmyndin í vinnunni við gerð landsáætlunarinnar er sú að fatlað fólk, hagsmunasamtök þess, ríki, sveitarfélög og almenningur vinni saman sem jafningjar að því að móta tillögur að verkefnum sem bæta stöðu fatlaðs fólks og tengjast samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Stefnumótun og gerð landsáætlunar um innleiðingu samningsins er skipt upp í tvo áfanga:
- Fyrsti áfangi tekur til tímabilsins 2024-2027.
- Síðari áfangi tekur til tímabilsins 2028-2030.
Stefnumótunin er samþætt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og myndar þannig eina heild með markmiðum samningsins.
Öldrunarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.