Hoppa yfir valmynd

Barnavernd

Um barnavernd er fjallað í barnaverndarlögum. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Í barnaverndarstarfi skal beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að séu barni fyrir bestu og skal taka tillit til sjónarmiða og óska barna eftir því sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til. Barnaverndaryfirvöld skulu leitast við að hafa góða samvinnu við börn og foreldra. Með barnaverndaryfirvöldum er átt við mennta- og barnamálaráðuneytið, Gæða- og eftirlitsstofnuna, Barna- og fjölskyldustofu, , úrskurðarnefnd velferðarmála, barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar.

Markmið Barna- og fjölskyldustofu er að vinna að velferð barna. Meginhlutverk stofnunarinnar er að veita og styðja við þjónustu í þágu barna og stuðla að gæðaþróun í samræmi við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma Sveitarfélögin bera ábyrgð á því að starfrækja barnaverndarþjónustu. Sveitarfélög eru með fjölbreytt stuðningsúrræði en einnig eru sérhæfð meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu.
Tilteknum ákvörðunum barnaverndarþjónustu, umdæmisráða barnaverndar og Barna- og fjölskyldustofu má skjóta til úrskurðarnefndar velferðarmála en ákvarðanir um alvarlegar ráðstafanir í lífi barns fara fyrir dómstóla.

Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Það sama á við ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu.

Á dagvinnutíma veitir starfsfólk barnaverndarþjónustu upplýsingar og tekur við tilkynningum. Utan dagvinnutíma, um helgar og á helgidögum er hægt að ná í bakvakt vegna bráðatilvika í barnaverndarmálum í síma 112.

Sjá einnig:

Barna- og fjölskyldustofa

Barna- og fjölskyldustofa vinnur að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs og annast daglega stjórn barnaverndarmála.

Úrskurðarnefndir

Unnt er að skjóta tilteknum ákvörðunum barnaverndarnefnda, Barnaverndarstofu, heimilis eða stofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Síðast uppfært: 28.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta