Fáðu já
Fáðu já! er 20 mínútna stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum styrkti stuttmyndina Fáðu já! Handritshöfundar stuttmyndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, en Zeta Productions framleiddi myndina. Nemendur í 10. bekk allra grunnskóla á landinu og allir framhaldsskólanemar fengu sýningu á stuttmyndinni Fáðu já! í janúar 2013.
Vitundarvakning hefur í samvinnu við SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni látið kanna áhrif og viðhorf unglinga í 10. bekk til stuttmyndarinnar Fáðu já! Niðurstöður kannanarinnar eru mjög jákvæðar og ýta undir mikilvægi þess að ungt fólk fái fræðslu um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.
- Fáðu já! - Horfa á myndina eftir köflum
#Upphaf - #Klám - #Nauðgun - #Að setja mörk - #Ofbeldi - #Fáðu Já
Hér að ofan er myndin bútuð niður í sex hluta sem hver um sig er auðkenndur með tvíkrossi (#). Hægt er að streyma þeim öllum með því að smella á titlana. Einnig má sækja myndina í háskerpu í fullri lengd hér að neðan. - Fáðu já! - Leiðarvísir fyrir starfsfólk grunnskóla
Fáðu já! Textaðar útgáfur
Hægri smelltu á krækjurnar hér að neðan til að sækja myndina í heild sinni og veldu „Vista sem.../ Save Link/Target as...“.
Horfa á myndina með íslenskum texta (Háskerpa 1,27 GB) (Venjulegt 418 MB) |
|
Click to watch with English subtitles (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
|
Kliknij, aby obejrzec z polskimi napisami (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
|
Haga clic aquí para ver con subtítulos en español (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
|
I-click dito para mapanood ng may subtitulong Filipino (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
|
Klik for at se med danske undertekster (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
|
คลิกที่นี่เพื่อดูด้วยคำบรรยายภาษาไทย (HD 1,27 GB) (Standard 418 MB) |
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.