Stattu með þér! Söngtexti
Við lok myndarinnar er heyrist lagið Stattu með þér! sem er sérstakt þemalag myndarinnar. Lag og texti er eftir Baldur Ragnarsson í Skálmöld. Hér að neðan er hægt að nálgast texta lagsins ásamt hljóðskrám með og án söngs. Hvatt er til þess að lagið sé nýtt í samsöng og tónlistarnámi.
- Stattu með þér! (söngur og undirspil)
- Stattu með þér! (undirspil)
- Stattu með þér! - myndband (mov - 102Mb)
Stattu með þér!
Við eigum öll ýmislegt sameiginlegt
við eigum öll möguleikann á að gera lífið áhugavert
Ég veit ekki'úr hverju mín framtíð er gerð
ég veit ekki hvað ég vil né hvar ég verð
En ég labba mína leið
ég ætla'að labba mína leið
ég ætla'að labba mínar eigin leiðir
og troðinn slóðann kveð
mér þætti vænt um að þú röltir með
Við erum öll misuppbyggð, ólík og spes
einn skrifar, sá næsti prentar bók sem þriðji les
Þú veist ekki'úr hverju þín framtíð er gerð
óvissan um hvert þú stefnir næst er töluverð
En þú labbar þína leið
já þú labbar þína leið
já þú labbar þínar eigin leiðir
og vonandi býðst mér
að fá að rölta með þér
og ég veit að leiðin er
betri ef ég held með mér
því að allir ráða hvert þeir ætla
og ferðin hafin er
svo viltu gera mér greiða?
Stattu með þér!
TENGD VERKEFNI
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.