Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur Velferðarvaktarinnar 21. janúar 2025

71. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

21. janúar 2025, kl. 13.15-15.15.

1. Breytingar í Velferðarvaktinni
Í upphafi fundar var tilkynnt að Siv Friðleifsdóttir hefði látið af störfum hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og væri þar af leiðandi ekki lengur formaður Velferðarvaktarinnar. Lovísa Lilliendahl, sérfræðingur í ráðuneytinu, mun starfa sem formaður vaktarinnar um óákveðinn tíma. Lovísa tilkynnti einnig um breytingar á ráðuneytinu í kjölfar alþingiskosninga.

2. Heimsókn félags- og húsnæðismálaráðherra

Inga Sæland, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, átti spjall við fulltrúa Velferðarvaktarinnar og ræddi helstu áherslumál sín og nýrrar ríkisstjórnar á kjörtímabilinu. Ráðherra sagði frá ýmsum verkefnum framundan en þeirra á meðal eru að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarrýmum, ráða hagsmunafulltrúa eldra fólks o.fl. Fulltrúar í vaktinni vöktu sömuleiðis athygli ráðherra á málum sem á þeim brenna.

3. Kynning á fjárlagafrumvarpi 2025

Kristinn Hjörtur Jónasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, kynnti fjárlagafrumvarpið 2025. Í kynningunni kom m.a. fram að stærstum hluta útgjalda ríkissjóðs er varið í félags-, heilbrigðis, og menntamál. Þá var farið yfir þróun ýmissa útgjaldaliða síðustu ár og hvað framundan sé.
Glærur.

4. Bjargráð – fagleg aðstoð fyrir fjölskyldur fanga
Jenný Magnúsdóttir kynnti þjónustu Bjargráðs fyrir aðstandendur þeirra sem bíða eftir að afplána refsingu, eru í afplánun eða hafa lokið afplánun. Jenný lýsti m.a. þeim margþættu áhrifum sem það getur haft á fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem eru í afplánun eða á leið í afplánun. Verkefnið fór af stað árið 2022 og hefur eftirspurn eftir þjónustu aukist jafnt og þétt.
Glærur.

5. Aðgerðir fyrir viðkvæma hópa á vinnumarkaði

Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri og sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun, kynnti tvö ný verkefni sem farin eru af stað sem miða að því að efla þátttöku og færni fatlaðs fólks á vinnumarkaði og samhliða fjölga störfum fyrir fatlað fólk á almennum vinnumarkaði.
Glærur.  

6. Önnur mál

  • Ákveðið var að haldin yrði vinnustofa á næstu vikum með fulltrúum Velferðarvaktarinnar.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta