Hoppa yfir valmynd
11.02.2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur Velferðarvaktarinnar 15. október 2024

70. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

15. október 2024, kl. 13.15-15.00.

 

1. Skjátími barna

Ásta Björg Björgvinsdóttir, formaður starfshóps á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um mótun leiðbeininga um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum, kynnti stöðuna á verkefninu. Skýrslan er langt á veg komin en starfshópurinn hefur unnið að því að kortleggja stöðuna en að mörgu þarf að huga við gerð slíkra leiðbeininga eins og fram kom í kynningu Ástu Bjargar. Glærur.

2. Málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, fór yfir stöðuna í málaflokknum og þróunina sl. ár. Fram kom að stærsti hluti gesta í neyðarskýlinu það sem af er ári eru karlar á aldrinum 30-39 ára. Soffía fór m.a. yfir starfsemi VoR teymisins, húsnæðismál sem og önnur verkefninu og áskoranir í þjónustu við þennan hópinn. Glærur

3. Kostnaður vegna ritfanga grunnskólabarna
Formaður upplýsti um stöðu mála varðandi fyrirspurn Velferðarvaktarinnar til Hafnarfjarðarbæjar um áform sveitarfélagsins um láta barnafjölskyldur standa á ný að kostnaði vegna ritfanga grunnskólabarna frá og með haustinu 2024. Ákveðið var að Velferðarvaktin myndi vekja athygli mennta- og barnamálaráðherra á málinu og um leið ítreka fyrra erindi til mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2017, þar sem m.a. kom fram tillaga um að menntamálaráðherra beiti sér fyrir endurskoðun 31. greinar grunnskólalaga í ljósi þess að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið hér á landi, eiga börn rétt á ókeypis grunnmenntun.

4. Frumvarp um ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf til samræmis við Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og lög um samþættingu þjónustu í þágu barna.
Victor Berg Guðmundsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu, kynnti áform um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf.

5. Málefni fatlaðs fólks
Anna Klara Georgsdóttir, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, kynnti stöðu innleiðingar fyrstu landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. Vinna við áætlunina hófst árið 2022 en markmið landsáætlunar er að tryggja farsæla innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem ríkisstjórnin áformar að lögfesta á kjörtímabilinu.
Glærur.


Önnur mál

  • Næsti fundur Velferðarvaktarinnar verður haldinn 3. desember eða 21. janúar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta