Hoppa yfir valmynd

Fasteignaskrá

Grunnskrá ríkisins yfir fasteignir sem til eru í landinu nefnist fasteignaskrá. Í fasteignaskrá eru skráðar allar fasteignir í landinu; grunnupplýsingar um lönd, lóðir og spildur auk mannvirkja sem á þeim standa.

Í henni er einnig að finna upplýsingar um stærðir landeigna og mannvirkja, upplýsingar um byggingarefni og lýsingu á viðkomandi mannvirki, auk fasteigna- og brunabótamats. Fasteignaskrá geymir til viðbótar upplýsingar um þinglýst réttindi, svo sem um eigendur, veðbönd og kvaðir. Saga breytinga á skráningu fasteignar skal varðveitt í fasteignaskrá.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur umsjón með fasteignaskrá og ákvarðar fasteignamat. 

Yfirfasteignamatsnefnd

Yfirfasteignamatsnefnd annast yfirmat fasteigna fyrir landið allt. Fasteignamat endurspeglar gangverð fasteignar. Hagsmunaaðilar geta óskað eftir endurmati fasteigna og kært niðurstöðu þess til yfirfasteignamatsnefndar. Kæra skal vera skrifleg og studd rökum og nauðsynlegum gögnum. Um meðferð máls fyrir nefndinni, framlagningu gagna eða málflutning fer eftir ákvörðun nefndarinnar. Nefndin skal úrskurða slíkt mál innan þriggja mánaða frá kæru nema sérstök heimild fyrir frestun sé veitt af hálfu ráðuneytisins. Niðurstaða kærumáls skal þegar tilkynnt aðila þess og nýtt matsverð þegar skráð í fasteignaskrá. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er fullnaðarúrskurður.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta