Gott að eldast
Þjóðin er að eldast og eldra fólk er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Í því felst ekki einungis áskorun heldur einnig tækifæri. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta.
Sú vegferð er nú hafin undir heitinu Gott að eldast. Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti.
Virði en ekki byrði
Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði.
Fléttum saman þjónustuna
Meginþungi aðgerða liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að:
- finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk
- flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin
Sömuleiðis verður ráðist í aðgerðir sem hverfast um:
- heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu
- sveigjanlega þjónustu
- stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk
Allar aðgerðir miða að því að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem stuðlar að því að sem flest þeirra séu þátttakendur í samfélaginu – sem allra lengst.
Þjónustan í dag
Framtíðarsýn
Þjónusta við eldra fólk í heimahúsi
Opnað hefur verið gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um þjónustu við eldra fólk í heimahúsum.
Tilgangur þess er að veita betri yfirsýn yfir félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu ríkis og sveitarfélaga.
Eldra fólk leggur mikið til samfélagsins
Eldra fólk leggur mikið til samfélagsins og mikilvægt er að stuðla að auknu heilbrigði þessa hóps.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum þar sem aðgerðaáætlunin var kynnt sem og ítarleg greining.
Fréttir
- Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðÞróunarverkefnið „Gott að eldast“ hefst í Dalvíkurbyggð26.11.2024
Þróunarverkefni Gott að eldast: Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög taka þátt
Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög munu taka þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mjög mikill.
Kostnaðar- og ábatagreining
KPMG hefur sett upp gagnvirkt mælaborð sem inniheldur tölulegar upplýsingar og útreikninga. Kostnaðar- og ábatagreiningin sýnir með skýrum hætti að eldra fólk er virði en ekki byrði.
Nánar um verkefnið
Verkefnið Gott að eldast er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og er unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamband eldri borgara, auk fjölda annarra hagaðila.
Verkefnastjórn var skipuð sumarið 2022 og hefur unnið að mótun ofangreindrar aðgerðaáætlunar.
Öldrunarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.