C. Upplýsing |
Lýsing á aðgerð
Fyrir liggi aðgengilegar, tímanlegar og samræmdar tölfræðilegar upplýsingar og niðurstöður úttekta og rannsókna sem hægt verði að nota við ákvarðanatöku um skipulag þjónustu og forgangsröðun fjármuna vegna félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk.
Mælikvarðar:
- Stutt verði við fyrirhugaða eflingu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) þar sem markmið og verkefni stofunnar verði útvíkkað, bæði hvað varðar aðkomu aðila að henni og hlutverk hennar innan öldrunarfræða.
- Á einum stað verði safnað tímanlegum og samræmdum upplýsingum sem varða félags- og heilbrigðisþjónustu eldra fólks sem og stöðu þess hvað líðan og velferð varðar.
- Rannsókn verði gerð á framgangi og niðurstöðum þróunarverkefna.
- Gert verði kostnaðarmat á meðan og eftir að þróunarverkefnum lýkur til að meta hvort breyting verði, og þá hver, fyrir þjónustuaðila af samþættri heimaþjónustu. Upplýsingar verði kynntar aðilum með reglulegu millibiliTímabil: 2024–2027.
Staða verkefnis
Sumarið 2023 hófst undirbúningur breytinga á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfærðum (RHLÖ), í samstarfi stjórnar og "Gott að eldast". Þann 28. júní 2024 var stofnuð ný Miðstöð í öldrunarfræðum (MíÖ) á grunni RHLÖ. Þjónustusamningar fyrir miðstöðina voru undirritaðir í Grósku sama dag, af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Meginhlutverk Miðstöðvarinnar er að efla nýsköpun og þróun á þjónustu fyrir eldra fólk. Þetta verður meðal annars gert með því að safna saman upplýsingum um stöðu eldra fólks á einum stað. Nú hefur verið auglýst eftir forstöðumanni fyrir nýju miðstöðina, og þegar eru hafnar viðræður við Heilbrigðisvísindasvið, sem mun hýsa miðstöðina, ásamt stjórnarmönnum um þau verkefni sem þjónustusamningurinn nær til.
Miðstöðin mun meðal annars hafa það hlutverk að fylgjast með framvindu þróunarverkefna um samþætta heimaþjónustu, meta niðurstöður þeirra og fylgjast með kostnaðarþróun. Þar sem full starfsemi mun ekki hefjast fyrr en á árinu 2025, var gerður samningur við KPMG til að undirbúa þessi verkefni. Hlutverk KPMG var að meta aðgengi, gæði og samvirkni tölulegra gagna sem opinberlega eru safnað um félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir fólk 67 ára og eldra sem býr heima. Niðurstöður þessa mats voru kynntar haustið 2024, og í kjölfarið verður unnið að nauðsynlegum umbótum á þessum sviðum.
Komið vel á veg