Hoppa yfir valmynd
A. Samþætting

Lýsing á aðgerð

A.4 Þróunarverkefni stuttinnlagna

Komið verði á möguleika á innlögn til skamms tíma á hjúkrunarheimili, alls tíu slík rými á höfuðborgarsvæðinu og fjögur rými á landsbyggðinni.

Mælikvarðar:

  • Hjúkrunarheimili geti boðið upp á stuttinnlögn fyrir þá sem lokið hafa bráða­meðferð á sjúkrahúsum en þurfa af einhverjum ástæðum á lengri dvöl að halda, t.d. meðan beðið er eftir hjálpartækjum eða umfangsmikil heimaþjónusta er skipulögð.

Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.

Tímabil: 2024–2026.

Staða verkefnis

Verið er að vinna að frekari skilgreiningu á þessum rýmum og skoða fjölbreyttar leiðir til að koma þeim á fót bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Verkefnið stendur enn yfir, og sérstök áhersla er lögð á að nýta aðstöðu sem nú þegar er til staðar, en vegna skorts á hjúkrunarrýmum hefur þessi aðgerð tafist.

Hafið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta