B. Virkni |
Lýsing á aðgerð
B.2 Upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta og sérhæfður stuðningur fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess
Fólk með heilabilun og aðstandendur þess um land allt hafi aðgang að sérhæfðum stuðningi og standi til boða almenn upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta.
Mælikvarðar:
- Gerður verði samningur til þriggja ára um rekstur upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu með síma- og netspjalli fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess. Með samningnum verði veitt fjármagn til að kosta einn ráðgjafa allan samningstímann. Sú þekking sem fæst á tímabilinu verði notuð til að efla sérhæfðari ráðgjöf sem sveitarfélög/heilsugæsla geta veitt í nærumhverfi.
- Tryggt verði aðgengi að sérhæfðum stuðningi fyrir allt landið með því að ráðnir verði þrír ráðgjafar með góða þekkingu á heilabilun.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2023–2025.
Staða verkefnis
Í júní 2023 var gerður samningur við Alzheimersamtökin um rekstur upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess, bæði í gegnum síma og netspjall á landsvísu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, hóf störf 1. september í fyrra, og síðan þá hafa nær 500 manns leitað eftir upplýsingum og ráðgjöf.
Samningurinn var endurnýjaður sumarið 2024. Hins vegar hefur ekki verið hægt að ráða starfsmenn með framhaldsnám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun, þar sem töf varð á því að bjóða þetta nám við Háskólann á Akureyri, eins og upphaflega var áætlað.
Komið vel á veg