E. Heimili |
Lýsing á aðgerð
E.3 Húsnæðisstuðningur vegna breytinga á heimilum eldra fólks
Að til staðar verði fjárhagslegur og tæknilegur stuðningur og aðstoð til að gera nauðsynlegar breytingar á heimili fólks þegar mat liggur fyrir um nauðsyn þeirra til að eldra fólk geti haft búsetu heima.
Mælikvarðar:
- Starfshópur greini þörf og komi með tillögur um styrki, mat og fyrirkomulag til að fjármagna breytingar og skipuleggja breytingar á heimilum þeirra sem þyrftu að öðrum kosti að flytja á hjúkrunarheimili.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2024–2027.
Staða verkefnis
Starfshópur hefur enn ekki verið formlega skipaður, en undirbúningur er þegar hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins. Áfram er beðið eftir næstu skrefum í tengslum við skýrslu um breytt fyrirkomulag fasteigna hjúkrunarheimila, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu gáfu út í lok árs 2023.
Framvinda þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni mun hafa mikil áhrif á Framkvæmdasjóð aldraðra, þar sem sú aðgerð sem stendur til gerði ráð fyrir að hluti fjármögnunar á breytingum gæti komið frá þessum sjóði. Því er mikilvægt að skýrsla ráðuneytanna fái fyllilega afgreiðslu og að stefna verði mótuð áður en lengra er haldið með starfshópinn. Þetta tryggir að starfshópurinn geti byggt á traustum og vel skilgreindum forsendum varðandi fasteignir hjúkrunarheimila og þannig stuðlað að bestu nýtingu fjár til bættrar aðstöðu fyrir eldra fólk.
Á byrjunarstigi