Hoppa yfir valmynd
A. Samþætting

Lýsing á aðgerð

A.7 Öryggiskerfi og aukið samstarf við heimaþjónustu

Hækkað verði hlutfall þeirra sem hafa aðgang að niðurgreiddu öryggiskerfi (t.d. öryggis­hnappi) og aukin samvinna milli sveitarfélaga og þeirra sem þjónusta öryggiskerfi.

Mælikvarðar:

  • Skoðað verði hvernig hægt sé að nýta öryggishnappa eða önnur öryggiskerfi fyrir eldra fólk sem þjónustuúrræði innan heimaþjónustu,
  • Kanna hvernig hægt sé að tengja þjón­ustu­aðila öryggiskerfa betur við félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heimilum eldra fólks. Horft verði til reynslu annarra landa.

Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

Tímabil: 2024–2025.

Staða verkefnis

Í skýrslu sem unnin var fyrir verkefnið „Gott að eldast“ um stafræna vegferð, og skilað var sumarið 2024, var lögð fram tillaga um hvernig hægt væri að tengja upplýsingar frá fyrirtækjum sem bjóða upp á öryggiskerfi við stafræn kerfi heimaþjónustu. Næsta skref er að kynna þessar niðurstöður fyrir öryggisfyrirtækjunum. Einnig hefur verið skoðað hvernig hægt sé að bjóða upp á öryggisþjónustu fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta