Hoppa yfir valmynd
B. Virkni

Lýsing á aðgerð

B.3 Efld öldrunarráðgjöf

Eldra fólk búi við þær aðstæður að geta sem allra lengst haldið virkni sinni heima við með því að tryggja að til staðar séu öldrunarráðgjafar sem starfi með einstaklingum sem þurfa á umfangs­mikilli þjónustu að halda og fjölskyldum þeirra og að skilgreindir mál­stjórar/‌þjón­ustustjórar séu til að reka mál viðkomandi.

Mælikvarðar:

  • Unnið verði í samstarfi við hluteigandi aðila að skilgreiningu á því hvað felist í öldrunar­ráðgjöf og verklagi um hvernig tryggja megi að um land allt sé aðgengi að öldrunar­ráð­gjöf.
  • Unnið verði í samstarfi við hluteigandi aðila að skilgreiningu á því hvenær, hvar og hvern­ig málstjórahlutverk heilsugæslu eða sveitarfélags virkjast.
  • Unnið verði að verkefni þar sem samvinna milli félagsráðgjafa spítala og öldrunar­ráð­gjafa sem starfa við heimaþjónustu verði efld og unnið verði að skilgreiningum á ábyrgð hvers og eins.

Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. 

Tímabil: 2023–2027.

Staða verkefnis

Tveir fulltrúar Landspítala hafa verið tilnefndir til að taka þátt í samstarfshópi Landspítalans og "Gott að eldast" teymisins vegna ýmissa aðgerða. Þar á meðal er verkefni sem miðar að bættu samstarfi milli félagsráðgjafa spítalans og sveitarfélaga, ásamt því að skilgreina öldrunarráðgjöf.

Í tengslum við þróunarverkefni um samþættingu hefur verið safnað upplýsingum um þá öldrunarráðgjöf sem nú er veitt, og umræður um skilgreiningar á þessari ráðgjöf eru hafnar.

Hafið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta