D. Þróun |
Lýsing á aðgerð
Að hlutur velferðartækni í allri þjónustu sem veitt er eldra fólki verði aukinn og innleitt það verklag að nauðsynleg hjálpartæki séu sett upp við upphaf heimaþjónustu.
- Mælikværðar:
- Starfshópi sem skipaður verði hluteigandi aðilum verði falið að gera lýsingu á hlutverki miðstöðvar um velferðartækni, leggja mat á staðsetningu slíkrar starfsemi og leiðir til að tengja notkun hjálpartækja við miðstöðina.
Tímabil: 2023–2024.
Staða verkefnis
Vorið 2024 var skipaður starfshópur með fulltrúum frá Sjúkratryggingum Íslands, Rafrænni miðstöð velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, heilbrigðisráðuneytinu og "Gott að eldast" teymis. Markmið starfshópsins var að kanna og leggja fram tillögur um mögulega staðsetningu Miðstöðvar um velferðartækni. Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum í ágúst sama ár.
Niðurstöður starfshópsins hafa nú þegar verið kynntar innan ráðuneyta, þar sem ýmsar leiðir hafa verið settar fram. Enn hefur þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvaða af þessum leiðum verður valin þegar kemur að staðsetningu Miðstöðvar um velferðartækni. Ráðuneytin munu á næstu misserum taka tillit til þessara tillagna og meta hver sú leið er sem best þjónar hagsmunum notenda og samfélagsins í heild.
Lokið