Hoppa yfir valmynd
A. Samþætting

Lýsing á aðgerð

A.5 Samræmt matstæki og aðgengi að upplýsingum milli þjónustuaðila

Tekið verði upp á landsvísu eitt samræmt matstæki til að meta þörf eldra fólks fyrir heima­þjón­ustu. Upplýsingar sem varða þjónustu verði aðgengilegar þeim sem málið varðar með tilliti til þess að veita þjónustu.

Mælikvarðar:

  • Gert verði mat á því hvort og þá hvaða mælitæki InterRAI henti til innleiðingar fyrir þjónustu sem veitt er fólki í heimahúsi þannig að hægt verði að leggja heildstætt og sam­ræmt mat á þörf fyrir heimaþjónustu á hverju svæði fyrir sig.
  • Gerð verði úttekt á mælitækinu sem segi til um gagnsemi mælitækisins, möguleikum til þróunar þess og þjónustu rekstrarleyfishafa við notendur tækisins áður en til innleiðingar kemur.
  • Gert verði mat á því hvort hægt sé að kalla sérstaklega fram sömu mælikvarða og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) notar fyrir heilbrigða öldrun og ef ekki, hvern­ig hægt væri að safna þeim upplýsingum.
  • Gert verði mat á því hvernig hægt sé að skrá umönnunarábyrgð aðstandenda þannig að ólaunað framlag sé dregið fram.
  • Unnið verði að lausn á því að upplýsingar sem skráðar eru af heimahjúkrun í heilbrigðis­grunn og skipta máli varðandi framgang þjónustunnar geti flætt yfir í upplýsingagrunn félagslegrar heimaþjónustu og öfugt.

Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.

Tímabil: 2023–2025.

Staða verkefnis

Tekin hefur verið ákvörðun um að nota WHODAS sem samræmt matstæki til að framkvæma heildstætt mat á þörf fyrir heimaþjónustu og dagdvöl. Samkomulag við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) er tilbúið til undirritunar, þar sem WHO mun veita tæknilega aðstoð. Þetta er vegna þess að matstækið hefur ekki áður verið notað í þessum tilgangi.

Tvær tilraunir (Pilot I og II) er lokið, þar sem möguleikar á notkun WHODAS voru kannaðir. Nú er unnið að lýsingu á hlutverki Miðstöðvar í öldrunarfræðum (MíÖ) varðandi próffræðilega þætti matstæksins. Fyrir aðgerðina sem felst í því að samræma mælikvarða sem notaðir eru fyrir heilbrigða öldrun og skráningu á umönnunarábyrgð, verður óskað eftir aðkomu MíÖ á árinu 2025.

Skýrsla unnin fyrir verkefnið "Gott að eldast" um stafræna vegferð var skilað sumarið 2024. Hún sýnir niðurstöður um hvernig upplýsingar sem skráðar eru af heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu geta flætt á milli kerfa. Tillögurnar sem komu fram í skýrslunni eru nú þegar í vinnslu.

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta