C. Upplýsing |
Lýsing á aðgerð
Að starfsfólk sem sinnir eldra fólki hafi aðgang að fræðslu sem styður við búsetu fólks heima, virkni og vellíðan.
Mælikvarðar:
- Fræðsluefni verði þróað eða staðfært með aðkomu m.a. háskólasamfélagsins, símenntunarmiðstöðva og stéttarfélaga með áherslu á persónumiðaða þjónustu, þjónustu við fólk með heilabilun, velferðartækni, tilfinningavanda eldra fólks, lausnamiðaða nálgun og teymisvinnu.
Tímabil: 2023–2025.
Staða verkefnis
Fundað hefur verið með fulltrúum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis í Starfsgreinaráði heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreina til að leita leiða með hvaða hætti vænlegast er að fræðsluefni sé unnið og komið á framfæri. Einnig hefur vinna verið í gangi við að skilgreina hvar fræðsluefni ætti að vera hýst og unnið að því að ísland.is geti orðið sú miðja. Gerður var samningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fyrir árin 2024 og 2025 þar sem SFV var falið að safna upplýsingum um stöðu íslenskufræðslu á hjúkrunarheimila, setja á stofn stýrihóp fyrir verkefnið, ráða starfsmann í hlutastarf til að skipuleggja aðgerðir til að þróa og innleiða starfstengdar íslenskufræðslu fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila með annað móðurmál en íslensku. Samningurinn byggist m.a. á Gott að eldast, aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk.
Hafið