E. Heimili |
Lýsing á aðgerð
E.1 Opinber skilgreining á húsnæði fyrir eldra fólk
Eldra fólk geti gengið að því gefnu hvaða þjónusta er í boði í húsnæði sem skilgreint er fyrir eldra fólk. Einnig að fyrir liggi í húsnæðisáætlunum sveitarfélaga hvar reistar verði og hversu margar íbúðir fyrir eldra fólk.
Mælikvarðar:
- Starfshópi verði falið að greina þarfir og koma með tillögur um skilgreiningar á húsnæði fyrir eldra fólk. Jafnframt geri hann tillögu um hvar slíkum skilgreiningum verði best fyrir komið til að þær nái fram markmiðum sínum.
- Könnuð verði þörf og möguleikar á því að þjónustuíbúðum sem sveitarfélög eiga og skilgreindar eru sem félagslegt húsnæði geti verið úthlutað til eldra fólks eingöngu vegna þjónustuþarfa.
- Gerð verði könnun á því hvaða væntingar þeir sem nú eru 50–65 ára hafa til búsetu á efri árum.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2024
Staða verkefnis
Starfshópur hefur enn ekki verið formlega skipaður, en undirbúningur er þegar hafinn varðandi fyrstu tvo mælikvarða. Samtöl hafa farið fram við Innviðaráðuneytið, sem sér um húsnæðismál, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig hafa verið haldin samtöl við sveitarfélög sem taka þátt í þróunarverkefnum um samþættingu, þar sem rætt hefur verið um hvernig þjónustuíbúðir eru nýttar miðað við tekjuhópa.
Á byrjunarstigi