B. Virkni |
Lýsing á aðgerð
B.1 Alhliða heilsuefling
Aðgengi eldra fólks að alhliða heilsueflingu, það er andlegri, félagslegri og líkamlegri, verði tryggt um land allt og að unnið verði eftir áherslum WHO varðandi áratug heilbrigðrar öldrunar.
Mælikværðar:
- Upplýsingar um alla virkni, hreyfingu, félagsstarf, sjálfboðaliðastarf og annað sem flokkast getur undir alhliða heilsueflingu, verði aðgengilegt á Ísland.is.
- Í samvinnu við sveitarfélög og heilsugæslu verði skoðað hvernig hægt sé að efla enn frekar þjónustumiðstöðvar sem vettvang alhliða heilsueflingar og tengja þær betur við heimaþjónustu.
- Notaður verði þekkingarvefurinn Heilsuvera þar sem þróað verði sjálfsmat þar sem viðkomandi geti fylgst með heilsu sinni og fengið leiðbeiningar um heilsueflandi aðgerðir út frá niðurstöðu matsins.
- Ákvarðað verði hvar starfshópur áratugar heilbrigðrar öldrunar skuli staðsettur innan stjórnsýslunnar. Gerð verði skilgreining á verkefni starfshóps, ábyrgð og skipun hópsins.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2023–2024.
Staða verkefnis
Árið 2023 var gerður samningur við Stafrænt Ísland um samstarf við þróun nýs lífsviðburðar sem kallast "Að eldast". Til að vinna að efnissköpun fyrir þennan lífsviðburð voru tveir starfsmenn ráðnir í hlutastarf í eitt ár. Einnig var gerður samningur milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og "Bjarts lífsstíls" í samstarfi við "Gott að eldast" til að bæta aðgengi að hreyfingu á vefnum."Gott að eldast" vinnur einnig í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Heilsueflandi þjónustu til að ákvarða hvernig og hvar sjálfsmatskvarði um eigin heilsu verður aðgengilegur.Enn hefur ekki verið ákveðið hvar starfshópur um áratug heilbrigðrar öldrunar verður staðsettur, en nokkrir valkostir eru í skoðun.
Komið vel á veg