Hoppa yfir valmynd
C. Upplýsing

Lýsing á aðgerð

C.1 Vitundarvakning um heilbrigða öldrun

Dregið verði úr félagslegri einangrun og aldursfordómum og þekking aukin meðal almenn­ings á mikilvægi alhliða heilsueflingar, samveru og samskipta milli kynslóða ásamt því að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það geti sem best tryggt sér farsælt líf á efri árum.

Mælikvarðar:

  • Unnið verði að kynningarátaki á Ísland.is sem upplýsingamiðju fyrir upplýsingar um þjónustu við eldra fólk.
  • Farið verði í vitundarvakningar átak með notkun kynn­ingarmyndbanda, auglýsinga og fyrirlestra þar sem gagnlegum og gagnreyndum upp­lýs­ingum verði komið á framfæri til almennings með áherslu á forvarnargildi og lýðheilsu.
  • Í tengslum við áratug heilbrigðrar öldrunar verði undirbúinn árlegur dagur til að draga athyglina að mikilvægri þátttöku eldra fólks.

Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

Tímabil: 2023–2027.

Staða verkefnis

Á vefnum Ísland.is, undir lífsviðburðinum "Að eldast", er komin upplýsingamiðja fyrir kynningarátak gegn félagslegri einangrun, undir heitinu "Tölum saman, vinnum gegn félagslegri einangrun".

Í kjölfar aðgerða stjórnvalda til að bregðast við félags- og heilsufarslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins var gerður samningur við Líneyju Úlfarsdóttur, sálfræðing, og Svavar Knút, söngvaskáld, um þróun fræðsluefnis um félagslega einangrun. Efnið fjallar um áhrif, umfang og leiðir til að draga úr félagslegri einangrun. Auk þess standa Líney og Svavar fyrir fræðslufundum í völdum sveitarfélögum um einmanaleika og félagslega einangrun eldra fólks. Kynningarefninu verður einnig dreift á vefmiðlum, samfélagsmiðlum og í sjónvarpi.

Einnig voru gerðir samningar við sex sveitarfélög til 12 mánaða um að ráða tengiráðgjafa á öllum svæðum. Tengiráðgjafarnir eru staðsettir hjá stærsta sveitarfélagi á hverju svæði og helstu verkefni þeirra eru að styðja við aðgerðina gegn félagslegri einangrun og þróun heima-endurhæfingateyma. Fyrsti fundur með stjórnendum félagsþjónustu var haldinn í febrúar 2024 og síðan þá hafa verið haldnir tólf fundir með stjórnendum og tengiráðgjöfum á tímabilinu frá febrúar til október.

Tengiráðgjafar hafa gott yfirlit yfir bjargir í nærsamfélaginu og leita leiða til að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika á svæðum þar sem "Gott að eldast" starfar. Þeir vinna einnig með Svavari Knút og Líney að því að skipuleggja fræðslufundi fyrir íbúa á haustmánuðum 2024.

Að lokum hafa verið hafnar umræður innan ráðuneyta um árlegan dag til að vekja athygli á mikilvægi þátttöku eldra fólks í samfélaginu. Stefnt er að því að tengja þetta verkefni við starfshóp áratugar heilbrigðrar öldrunar (aðgerð B.1).

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta