Hoppa yfir valmynd
A. Samþætting

Lýsing á aðgerð

A.2 Heima-endurhæfingarteymi

Til að styðja við þróunarverkefni um samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn verði stöðugildi fjármagnað til að koma á fót heima-endurhæfingarteymi á hverju svæði sem þátt tekur í verkefninu.

Mælikvarðar:

  • Heilbrigðisstofnun hvers svæðis fái stöðugildi til að koma heima-endurhæfingateymi af stað.
  • Unnið verði með hverju svæði að því að koma upp móma teymi þar sem allar beiðnir um þjónustu við fólk í heimahúsi fara fyrir og heima-endurhæfingarteymi verði hluti af því teymi.
  • Að fræða öll þróunarsvæði um hugmyndafræði heima-endurhæfingarteyma.
  • Hvert þróunarsvæði hafi heima-endurhæfingateymi sem hluta af samþættri heimaþjónustu  og þar með tækifæri til að fullreyna aðkomu heima-­endurhæfingarteymis í allt að þrjá mánuði áður en til hefðbundinnar heimaþjónustu kemur.

ÁbyrgðHeilbrigðisráðuneytið.

Tímabil: 2024–2027.

Staða verkefnis

Í byrjun árs 2024 fengu allar heilbrigðisstofnanir fjármögnun til að hefja undirbúning heimaendurhæfingarteymis. Verkferlar fyrir móma-teymi hafa verið þróaðir í samstarfi við hvert svæði, með sérstakri áherslu á hlutverk teymisstjóra heimaendurhæfingarteymis sem hluta af móma-teymi, með það að markmiði að innleiða nýjar áherslur í heimaþjónustu.

Öllum svæðum hefur verið veitt fræðsla frá sérfræðingum í heimaendurhæfingu hjá Reykjavíkurborg, sem felur í sér kynningu á hugmyndafræði, verkefnum, skráningu og fleiru sem tengist starfinu. Einnig hafa mörg svæði heimsótt Norðurmiðstöð Reykjavíkurborgar til að fá innsýn í starfshætti heimaendurhæfingarteymis þar.

Komið vel á veg

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta