D. Þróun |
Lýsing á aðgerð
D.1 Endurskoðun laga og bráðabirgðaákvæði vegna þróunarverkefna
Löggjöf um réttindi, þátttöku og skipulag þjónustu við eldra fólk verði endurskoðuð til að mæta betur þörfum eldra fólks og löggjöf hamli ekki framgangi þróunarverkefna.
Mælikværðar:
- Settur verði á fót starfshópur til að vinna að tillögum um breytingar á lögum sem varðar eldra fólk. Sérstaklega verði horft til þess að löggjöf sé skýr varðandi ábyrgðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Breytingar verði gerðar á viðeigandi lögum sem stoð fyrir þróunarverkefni.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2023–2025.
Staða verkefnis
Á árinu 2024 var settur á fót starfshópur til að vinna að tillögum um breytingar á lögum sem varða eldra fólk.
Lokið