E. Heimili |
Lýsing á aðgerð
E.2 Nýjungar í búsetufyrirkomulagi eldra fólks
Kortlögð verði tækifæri sem gefast til að gera eldra fólki kleift að búa sem lengst heima með því að greina, skoða og prófa að nýta hluta fjármagns sem ella færi í rekstur dvalar- og hjúkrunarrýma í þjónustu sem fellur nær sjálfstæðri búsetu.
Mælikvarðar:
- Hugmyndateymi. Stofnað verði teymi m.a. með aðilum frá ráðuneytum, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu sem vinni í anda framtíðarfræða við að fanga möguleika til nýbreytni á nýtingu þess fjármagns sem í dag fer til reksturs og uppbyggingar dagdvala og hjúkrunarheimila utan höfuðborgarsvæðis. Unnið verði með þeim sveitarfélögum og hjúkrunarheimilum sem hafa áhuga á að fara í slíka rýni.
- Framtíðarteymi. Stofnað verði teymi um nýjungar í búsetufyrirkomulagi eldra fólks sem er í þörf fyrir fjölbreytta þjónustu. Teymið hafi það hlutverk að greina fyrirliggjandi tillögur m.a. varðandi greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum. Teyminu verði ætlað að leggja fram tillögu að þróunarverkefni um breytt fyrirkomulag búsetuúrræða og greiðslufyrirkomulags.
Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Tímabil: 2024–2026
Staða verkefnis
Hugmyndateymi og Framtíðarteymi hafa ekki enn verið stofnuð, að hluta til vegna þess að beðið er eftir næstu skrefum í tengslum við skýrslu um breytt fyrirkomulag fasteigna hjúkrunarheimila. Þessi skýrsla var unnin af fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og var gefin út í lok árs 2023. Þar sem þessi skýrsla felur í sér mikilvægar tillögur um framtíðarfyrirkomulag hjúkrunarheimila, er talið nauðsynlegt að fá skýrari stefnumörkun og ákvarðanir áður en ný teymi eins og Hugmyndateymið og Framtíðarteymið verða stofnuð.
Á byrjunarstigi