A. Samþætting |
Lýsing á aðgerð
A.6 Ein gátt fyrir allar beiðnir fagfólks um heimaþjónustu og dagdvöl
Að fagfólk sem sækir um heimaþjónustu, þ.m.t. heimasjúkraþjálfun og heima-endurhæfingarteymi og dagdvöl, geti sótt um þjónustuna í gegnum eina þjónustugátt.
Mælikvarðar:
- Gerð verði úttekt og mat lagt á reynslu af því að allar beiðnir frá heilbrigðisstofnunum um samþætta heimaþjónustu í Reykjavík séu sendar í gegnum sjúkraskrárkerfið Sögu. Á grunni þess mats verði tekin ákvörðun um hvort sú leið eða önnur verði valin fyrir eina umsóknargátt í samvinnu við sveitarfélög.
Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.
Tímabil: 2023–2024.
Staða verkefnis
Þau svæði sem taka þátt í þróunarverkefnum um samþætta þjónustu eru sammála um að nota þá aðferð sem hefur verið þróuð í Reykjavík fyrir allt fagfólk sem sækir um heimaþjónustu, óháð tegund þjónustunnar. Hins vegar er umsókn um heimasjúkraþjálfun ekki innifalin í umsókn um heimaþjónustu.
Lokið