Hoppa yfir valmynd
A. Samþætting

Lýsing á aðgerð

A.6 Ein gátt fyrir allar beiðnir fagfólks um heimaþjónustu og dagdvöl

Að fagfólk sem sækir um heimaþjónustu, þ.m.t. heimasjúkraþjálfun og heima-endur­hæfingarteymi og dagdvöl, geti sótt um þjónustuna í gegnum eina þjónustugátt.

Mælikvarðar:

  • Gerð verði úttekt og mat lagt á reynslu af því að allar beiðnir frá heilbrigðis­stofn­un­um um samþætta heimaþjónustu í Reykjavík séu sendar í gegnum sjúkraskrárkerfið Sögu. Á grunni þess mats verði tekin ákvörðun um hvort sú leið eða önnur verði valin fyrir eina umsóknargátt í samvinnu við sveitarfélög.

Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.

Tímabil: 2023–2024.

Staða verkefnis

Þau svæði sem taka þátt í þróunarverkefnum um samþætta þjónustu eru sammála um að nota þá aðferð sem hefur verið þróuð í Reykjavík fyrir allt fagfólk sem sækir um heimaþjónustu, óháð tegund þjónustunnar. Hins vegar er umsókn um heimasjúkraþjálfun ekki innifalin í umsókn um heimaþjónustu.

Lokið

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta