Dómstólar
Dómsvaldið er einn af þremur þáttum ríkisvaldsins. Í stjórnarskránni er kveðið á um að dómarar fari með dómsvaldið og að þeir séu sjálfstæðir í störfum sínum. Á Íslandi er þriggja þrepa dómskerfi frá 1. janúar 2018 með tilkomu Landsréttar. Æðsti dómstóll ríkisins er Hæstiréttur Íslands. Þangað er unnt að skjóta úrlausnum Landsréttar að fengnu leyfi Hæstaréttar, en í flestum málum verða úrlausnir Landsréttar endanlegar. Úrlausnum héraðsdómstóla, sem eru átta, er unnt að skjóta til Landsréttar.
Með stjórnsýslu allra dómstólanna fer dómstólasýslan sem einnig tók til starfa 1. janúar 2018.
Þá eru tveir sérdómstólar, Félagsdómur sem dæmir í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins og Landsdómur sem dæmir í málum er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.
Sjá einnig:
Lög, reglugerðir og reglur
Nefndir
Dómstólar
Gagnlegir tenglar
Fréttir
Dómstólar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.