Hoppa yfir valmynd

Fullnusta refsinga

Refsingar eru samkvæmt íslenskum rétti fangelsun og sektir og um slíkt gilda lög um fullnustu refsinga. Markmiðið er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk. Einnig að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að farsælli betrun og aðlögun dómþola að samfélaginu.

Fangelsismálastofnun ríkisins sér um fullnustu fangelsisrefsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Fangelsismálastofnun er heimilt að fela öðrum verkefni, svo sem að hafa eftirlit með þeim sem afplána með samfélagsþjónustu og undir rafrænu eftirliti. Þá hefur hún umsjón með rekstri fangelsa ríkisins sem eru fimm talsins. Loks tekur Fangelsismálastofnun ákvarðanir um flutning á fullnustu refsinga skv. lögum um fullnustu refsidóma sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð o.fl. Um er að ræða ákvarðanir um það hvort flytja eigi fullnustu íslenskrar refsingar til annarra Norðurlanda eða taka við dómum til fullnustu hér á landi frá öðrum Norðurlöndum.

Unnið er að greiningu á stöðu fullnustukerfisins sem er langtímaáætlun um fullnustu refsinga sem miðar að því að refsingar séu fullnustaðar með öruggum hætti, á skilvirkan hátt og stuðli að betrun sem leiðir til lægri endurkomutíðni í fangelsi.

Innheimta sekta og sakarkostnaðar

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra sinnir innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu og gilda lög um fullnustu refsinga um innheimtu þeirra.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.4.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta