Hoppa yfir valmynd

Handbækur

Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Forsætisráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og skrifstofa Alþings gaf út árið 2007 handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa. Í handbókinni er fjallað er um vinnulag í ráðuneytum og hvernig rétt sé að standa að samráði og mati á áhrifum af samþykkt frumvarps. Þá er leiðbeint um uppsetningu frumvarpa, málfar og íslenska lagahefð. Handbókin er ætluð starfsfólki Stjórnarráðs Íslands og Alþingis, þingmönnum og aðstoðarfólki þeirra sem og öllum öðrum sem hafa áhuga á vandaðri lagasetningu.

Útgáfa handbókarinnar var þáttur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um „Einfaldara Ísland“.

Ný útgáfa handbókarinnar er í undirbúningi og mun væntanlega koma út 2017.

 

 

 

Handbók um einföldun regluverks

Handbók um einföldun regluverks - kápaÍ september 2014 gaf forsætisráðuneytið út handbók um einföldun regluverks

Markmiðið með handbókinni er að láta stjórnvöldum í té verkfæri til að vinna skipulega aðeinföldun regluverks á tilteknu sviði. Handbókin var samin í forsætisráðuneytinu í samráði við ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur. 

Útgáfan er hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarum einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið. Meðal annars hefur verið stuðst við svissneskar leiðbeiningar: Secrétariat d‘Etat à l‘économie (SECO) (éd.), 2011,Check-up de laréglementation. Þar er byggt annars vegar á Standard Cost Model sem er hollenskt að uppruna en er nú notað víða í Evrópu til að mæla svokallaða stjórnsýslubyrði (administrative burdens). Einnig er þar stuðst við aðferðafræði sem Bertelsmann stofnunin þróaði. Svissneska aðferðafræðin er þó frábrugðin að því leyti að aðallega er stuðst við mat sérfræðinga á kostnaði en leitað til fyrirtækja til að sannreyna það mat og fá fram huglægt mat ásamt tillögum um einföldun. Þá er einnig stuðst við nýlega handbók OECD um mat á framfylgdarkostnaði (OECD Regulatory Compliance Cost Assessment Guide, febrúar 2014) og þýska handbók um mat áframfylgdarkostnaði (Leitfaden zur Ermittlung und Darstellung des Erfüllungsaufwands in Regelungsvorhaben der Bundesregierung, október 2012). Við samningu handbókarinnar var meðal annars byggt á reynslu sem fékkst í starfi um einföldun regluverks í ferðaþjónustu sem fram fór á vegum Ferðamálastofu fyrri hluta árs 2014.

Um svipað leyti og handbókin var gefin út var birt stöðuskýrsla um einföldun gildandi regluverks

Lagasetning

Síðast uppfært: 12.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta