Réttarvörslugátt
Réttarvörslugátt er samheiti yfir verkefni sem miða að því að gera réttarvörslukerfið stafrænt.
Meginmarkmið verkefnisins eru:
- Nútímaleg og notendamiðuð þjónusta sem mætir þörfum þolenda, sakborninga og annarra málsaðila
- Skilvirkir og öryggir þjónustuferlar á forsendum viðskiptavina þar sem upplýsingar um ferla og stöðu mála eru aðgengilegar á hverjum tíma
- Tækni, vinnulag og lagaumhverfi endurskilgreint til að útrýma sóun og hámarka nýtingu auðlinda
Leiðarljós verkefnisins eru aðgangur - öryggi - skilvirkni
Helstu áherslur eru:
- Gögn verði aðgengileg rafrænt, þvert á stofnanir
- Ferlar verði endurskoðaðir við vinnslu gagna með tilliti til nýrrar tækni og lögum breytt til samræmis
- Bætt verði yfirsýn yfir réttarvörslukerfið í heild
- Aðgangur verði með öruggum hætti fyrir ytri aðila, t.d. lögmenn og málsaðila
Væntanlegur ávinningur:
- Styttri málsmeðferðartími
- Tímasparnaður í flutningi nauðsynlegra gagna milli aðila - Gögn flæða á milli, ekki fólk
- Færri handtö0k, minni pappírsnotkun, færri póstsendingar, minni ábyrgðarpóstur
- Skilvirkni, ekki verið að slá inn gögn aftur, minni villuhætta
- Aukin gæði gagna, skilgreind ábyrgð
- Meira öryggi, trúnaður, heilindi, aðgengi og rekjanleiki
Réttarvörslugátt
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.