Öruggur gagnaflutningur
Dómsmálaráðuneytið hefur tekið í notkun lausn til að tryggja öruggan gagnaflutning milli stofnana réttarvörslukerfisins.
Lausnin virkar þannig í stuttu máli:
- Sendandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og hleður inn gögnum. Gögnin geta verið eitt skjal eða mörg skjöl, einnig textaskilaboð.
- Sendandi velur móttakanda (einstakling) eða móttökuhóp hjá viðkomandi stofnun.
- Gögnin eru dulrituð og vistuð í gáttinni.
- Móttakandi eða meðlimir móttökuhópa fá tölvupóst með skilaboðum um að þeir eigi gögn í gáttinni og slóð til að sækja gögn.
- Móttakandi eða meðlimir móttökuhópa smella á slóðina, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og sækja gögnin.
- Gögnunum er eytt úr gáttinni um leið og þau hafa verið sótt.
Helstu eiginleikar:
- Leynd gagna er tryggð.
- Örugg dulritun á gögnum.
- Allir með íslenska kennitölu geta móttekið gögn.
- Varið með rafrænum skilríkjum.
- Rekjanleiki - hægt að sanna móttöku.
Réttarvörslugátt
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.