Sýslumenn
Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Verkefnum sýslumannsembættanna er gjarnan skipt í tvennt, annars vegar kjarnaverkefni sem hvert embætti sinnir innan sinna umdæmismarka, og sérverkefni á landsvísu.
Verkefni sýslumanna snúa m.a. að:
- Fjölskyldumálum
- Dánarbúum
- Lögráðamálum
- Þinglýsingum
- Nauðungarsölum og fullnustugerðum
- Afgreiðslu leyfa, skírteina, vegabréfa og vottorða
- Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Hinn 1. janúar 2015 tóku gildi lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, sem fjalla aðallega um skipulag sýslumannsembættanna. Með lögunum var sýslumannsembættunum fækkað úr 24 í 9, auk þess sem löggæsla og ákæruvald voru endanlega skilin frá embættum sýslumanna og færð til lögreglustjóra.
Meðal verkefna dómsmálaráðuneytisins er tengjast sýslumönnum eru m.a.:
- Eftirlit með stjórnsýslu og rekstri sýslumannsembætta, skipulagi og störfum
- Meðferð kvartana vegna starfa sýslumanna sem og kærumála á tilteknum sviðum
- Stefnumótun og áætlanagerð.
Sjá upplýsingavef sýslumanna á slóðinni syslumenn.is.
Lög og réttur
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Sýslumenn
Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Á vef þeirra syslumenn.is eru ítarlegar upplýsingar um verkefni þeirra og þjónustu.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.