Endurskipulagning sýslumannsembætta
Dómsmálaráðherra hefur hleypt af stokkunum gagngerri endurskoðun á skipulagi sýslumannsembætta. Markmiðið er að efla núverandi starfsemi þannig að úr verði öflugar og nútímalegar þjónustueiningar, einskonar stjórnsýslustöðvar ríkis í heimabyggð, sem veita framúrskarandi þjónustu hvar og hvenær sem er, allt eftir óskum og þörfum almennings.
Aðdragandi og undirbúningur
Ráðherra er að fylgja eftir áherslum ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttmála. Þar segir:
„Unnið verður að umbótum í þjónustu og rekstri sýslumanna í samræmi við útgefna framtíðarsýn þar um, auk þess að ráðast í hagræðingu verkefna samhliða stafrænni þróun.“
Enn fremur er verið að fylgja eftir og bregðast við skýrslum og úttektum Ríkisendurskoðanda sem gerðar hafa verið á starfsemi og rekstri sýslumannsembættanna undanfarin ár.
Aðgerðir í átt að settu markmiði:
- Stóraukin áhersla á stafræna þjónustu
- Niðurfelling lögsagnarumdæma
- Ein þjónustustofnun
- Ríkara samstarf á milli starfsstöðva
- Fleiri verkefni hins opinbera
- Ekki markmiðið að fækka starfsstöðvum
Vandinn við óbreytt ástand
- Umdæmismörkin hafa verið ein helsta hindrunin við innleiðingu stafrænnar þjónustu.
- Þau tefja mál, skapa óþarfa tvíverknað fyrir starfsfólk og skapa hættu á misræmi við framkvæmd verkefna.
- Erfiðleikar eru hjá embættum við að bæta rekstrarstöðu, fjölga verkefnum og takast á við nýjar áskoranir og samfélagsþróun. Óbreytt staða er því líka afstaða.
Tækifærið
- Stafræn vegferð snýst fyrst og fremst um að bæta þjónustu og auka aðgengi almennings að hinu opinbera. Það jafnar út aðstöðumun eftir búsetu.
- Stafræn vegferð skapar enn fremur tækifæri til að efla starfstöðvar sýslumanns um land allt þar sem sérhæfing á einum stað hefur alla burði til að þjónusta allt landið.
- Hver starfsstöð verði þannig áfram öflugur vinnustaður í heimabyggð til að þjónusta bæði heimamenn og allt landið.
- Starfsfólk sýslumanna er nú þegar með aðsetur um land allt og býr yfir verðmætri þekkingu og reynslu, og er því rétta fólkið til að takast á við verkefnið.
- Verkefnið er því mikilvægt byggðamál og unnið í samræmi við áherslur í byggðamálum, sem koma meðal annars fram í hvítbók um byggðamál, sem var útgefin af samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í maí árið 2021.
- Stafrænar umbætur skapa tækifæri fyrir ný verkefni annarsstaðar úr stjórnkerfinu og gerir sýslumann að vænlegum kosti. Unnið er að flutningi nýrra verkefna til sýslumanna og er samráð við önnur ráðuneyti og greiningar þegar hafnar.
- Aukið samstarf við sveitarfélög um að sinna t.a.m. bæði móttöku og afhendingu á gögnum frá sýslumanni, þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg.
- Spennandi og opið starfsumhverfi með fjölbreyttari tækifærum fyrir starfsfólk en nú er kostur á að veita.
- Skynsamari opinber rekstur.
Tímalína
- Lagafrumvarp lagt fram í haustið 2022
- Drög að frumvarpi í samráðsgátt því sumarið 2022
- Undirbúningur breytinga allt árið 2023
- Gildistaka miðist við 1. janúar 2024
Samráð
Fyrirætlanir hafa þegar verið kynntar sýslumönnum og starfsfólki.
Ráðherra og ráðuneytisfólk mun heimsækja sýslumannsembættin til að ræða málin nánar og halda vinnufundi með starfsfólki.
Hafa samband
Allar ábendingar, fyrirspurnir eða hugmyndir sem tengjast þessu verkefni eru vel þegnar og þær má senda á Guðmund Bjarna Ragnarsson <[email protected]> eða Magneu Magnúsdóttur <[email protected]>
Lög og réttur
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Sýslumenn
Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Á vef þeirra syslumenn.is eru ítarlegar upplýsingar um verkefni þeirra og þjónustu.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.