Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings

Almennt

Þann 11. júní 2019 samþykkti Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum nr. 140/2012. Breytingarnar hafa í för með sér að kveðið er á um að af hálfu stjórnvalda skuli starfa sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem hefur það hlutverk að stuðla að bættri upplýsingagjöf hins opinbera. Forsætisráðuneytið sér ráðgjafanum fyrir starfsaðstöðu en hann er í ráðgjöf sinni óháður fyrirmælum frá ráðherra og öðrum. Hlutverk ráðgjafans er m.a. að:

  • Leiðbeina einstaklingum, félagasamtökum, fjölmiðlum, lögaðilum og öðrum sem til hans leita um framsetningu beiðni um aðgang að gögnum, hvert henni skal beint og önnur atriði.
  • Vera stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna til ráðgjafar um meðferð beiðni um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs.
  • Fylgjast með því hvernig opinberir aðilar rækja skyldur sínar til að veita almenningi aðgang að upplýsingum, hvort sem er samkvæmt beiðnum eða að eigin frumkvæði og koma tillögum að úrbótum á framfæri þar sem við á.
  • Fylgjast með rannsóknum og þróun á sviði upplýsingaréttar almennings og koma upplýsingum á framfæri við stjórnvöld.

Ráðgjafi um upplýsingarétt almennings

Frá og með 3. janúar 2022 sinnir Ásthildur Valtýsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu í forsætisráðuneytinu, starfi ráðgjafa um upplýsingarétt almennings. Ásthildur tekur við erindum sem berast á netfangið [email protected].

Einnig er hægt að hafa samband í síma 832-7400.

 

 

Síðast uppfært: 14.8.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta