Uppfært 17. október: Jafnréttisþingi sem vera átti 24. okt. nk. er frestað fram á næsta ár.
Staða fatlaðra kvenna á vinnumarkaði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til Jafnréttisþings 2024 þar sem fjallað verður um stöðu fatlaðra kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Þingið verður haldið fimmtudaginn 24. október nk. og umfjöllunarefnið er að þessu sinni aðgengi, möguleikar og hindranir fatlaðra kvenna á íslenskum vinnumarkaði.
Fyrirlesarar munu fjalla um leiðir til að brúa bilið á milli kerfa og út í atvinnulífið og um ástæður þess að fatlaðar konur tilkynna síður en aðrir um ofbeldi, þar á meðal á vinnumarkaði. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða doktor í fötlunarfræðum, fulltrúar frá hagsmunasamtökum sem láta sig málefni fatlaðra kvenna varða og fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins.
Dagskránni lýkur á því að félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir sérstaka jafnréttisviðurkenningu.
Jafnréttisþing fer fram í Hörpu og eru öll velkomin en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á skráningarsíðu fundarins:
Á þinginu verður rittúlkun og gott aðgengi fyrir hjólastóla. Óskað er eftir að táknmálstúlkun sé pöntuð með sjö daga fyrirvara.
Dagskrá
Þingstjóri:
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar
8:15-9:00
Húsið opnar – morgunverður
9:00-9:10
Setning jafnréttisþings 2024
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra
9:10-9:35
Byggjum brýr á milli kerfa og út í atvinnulífið
Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnumálum fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun
9:35-10:05
Ástæður þess að fatlaðar konur tilkynna ekki ofbeldi, þ. á m. á vinnumarkaði – Reasons Why Disabled Women Do Not Report Violence, including within the Labour Market
Eliona Gjecaj,doktorsnemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands
10:05-10:20
Skemmtiatriði
Madame Tourette (Elva Dögg Gunnarsdóttir)
10:20-10:40
Kaffihlé
10:40-11:30
Pallborðsumræður
- Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
- Halldór Oddsson, lögfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ
- Heiðrún Björk Gísladóttir, lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins
- Jana Birta Björnsdóttir, gæðastjóri á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og meðlimur í Tabú, feminískri fötlunarhreyfingu
- Laufey Elísabet Löve, doktor í fötlunarfræðum og lektor við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Umræðustjóri: Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingiskona
11:30-11.45
Jafnréttisviðurkenning og ráðstefnuslit
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Fyrri jafnréttisþing:
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.