Grænlandssjóður
Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 108/2016. Hlutverk Grænlandssjóðs er að efla samskipti Grænlands og Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem geta stuðlað að auknum samskiptum Grænlendinga og Íslendinga.
Höfuðstóll sjóðsins, sem ríkissjóður lagði til á árunum 1981 og 1982, er í vörslu Seðlabanka Íslands og er árlega veitt 3 milljónum kr. til styrkveitinga. Ekki var úthlutað úr sjóðnum um tíma en með nýjum lögum árið 2016 varð sjóðurinn aftur virkur. Umsóknareyðublað má finna hér, Einnig er það til á dönsku.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2024.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2023.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2020.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2019.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2009.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2008.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2007.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2006.
- Sjá fréttatilkynningu um úthlutun 2005.
Grønlandsfonden arbejder i henhold til lov nr. 108/2016. Grønlandsfonden har til formål at styrke kontakten mellem Grønland og Island. Fonden yder støtte til studieture, studieophold, kunstudstillinger, idrætsevents og andre formål inden for kultur, uddannelse og forskning, der bidrager til øget kontakt mellem Grønland og Island. Fondens hovedstol, som staten finansierede i 1981 og 1982, opbevares af Islands Nationalbank. Hvert år bevilges 3 millioner islandske kroner i støtte. I de senere år har det ikke været muligt at uddele legater fra fonden, men en ny lov har nu reaktiveret fonden.
Menningarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.