Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar
Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Auglýst er eftir umsóknum og úthlutað úr sjóðnum á tveggja ára fresti og er skilafrestur umsókna jafnan 1. september. Koma þá til álita þau rit sem komið hafa út eftir síðasta umsóknafrest sjóðsins tveimur árum áður.
Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881, og voru þær staðfestar af konungi 27. apríl 1882.
Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla hann með árlegu framlagi og er nú veitt til hans á fjárlögum jafngildi árslauna prófessors við Háskóla Íslands. Í tímanna rás hafa verið gerðar lítils háttar breytingar á reglum um sjóðinn, en hin upphaflegu markmið hafa þó jafnan verið höfð í huga.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Andri Thorsson. Varamenn nefndarinnar eru Margrét Tryggvadóttir og Stefán Pálsson.
- Auglýst er eftir umsóknum og úthlutað á tveggja ára fresti. Sjá nánar hér!
Menningarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.