A.12. Akstursþjónusta í dreifbýli
. | Aðgerðinni er lokið |
---|---|
Tengiliður Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneyti
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Lokið með reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður úthlutaði 14 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitar-félögum á árinu 2019 og 18 m.kr. árið 2020. Útreikningar vegna 2021 verða framkvæmdir í lok árs. Framlögin eru að hámarki 50 m.kr. hvert ár.
18.12.20 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutaði 14 m.kr árið 2019 á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum. Framlög árið 2020 verða að hámarki 50 m.kr. en unnið er að útreikningum framlaga á grundvelli umsókna.
29.11.19 Aðgerð lokið með reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Tillaga að úthlutun lögð fyrir ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs fyrir áramót.
Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018
06.12.18 Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga tekur gildi næstu áramót
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að auka aðgengi að skipulagðri akstursþjónustu í dreifbýli.
Unnið verði að gerð tillagna um stuðning við skipulagða akstursþjónustu í dreifbýli sem einkum mæti þörfum fatlaðs fólks og annarra sem búa við aðstöðumun gagnvart almenningssamgöngum. Horft verði til núverandi fyrirkomulags á miðlægum stuðningi við skólaakstur úr dreifbýli.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
- Dæmi um samstarfsaðila: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Öryrkjabandalag Íslands og sveitarfélög.
- Tímabil: 2019–2021.
- Tillaga að fjármögnun: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.