A.18. Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
Aðgerðinni er lokið | |
Tengiliður Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Lokið á núverandi áætlanatímabili en gert ráð fyrir framhaldi í tillögu til þingsályktunar að endurskoðaðri byggðaáætlun. Starfshópur á vegum Byggðastofnunar hefur unnið drög að stöðugreiningu í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, stofnanir og ráðuneyti. Töf varð á verkefninu vegna Covid en jafnframt varð það kveikjan að minnisblaði sem sent var til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í júní 2020 með þremur tillögum sem snúa að grunnskólum, heilbrigðisþjónustu og almenningssamgöngum. Á fyrri hluta árs 2021 skilaði hópurinn tillögu að skilgreiningu á grunnþjónustu. Tillagan var í samráðsgátt stjórnvalda frá ágúst til október undir titlinum „Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis“ en úrvinnsla bíður framhaldsaðgerðar.
19.8.21 Birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri skilgreiningu á grunnþjónustu hins opinbera, rétti fólks til opinberrar grunnþjónustu og skilgreiningu á aðgengi fólks. Drög að þessari skilgreiningu eru unnin af Byggðastofnun. Drögin hafa verið kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og eru nú sett fram í samráðsgáttinni til frekara samráðs og umræðu.
18.12.20 Starfshópur að störfum sem hefur fundað með landshlutum, stofnunum og ráðuneytum. Covid-19 var kveikjan að því að hópurinn sendi minnisblað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í júní 2020 með þremur tillögum er snúa að grunnskólum, heilbrigðisþjónustu og almenningssamgöngum. Áætlað er að skilgreining á rétti fólks til opinberrar grunnþjónustu liggi fyrir árið 2021.
11.03.20 Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
17.10.19 Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
14.08.19 Starfshópur á vegum Byggðastofnunar að störfum. Áætlað er að skilgreining á rétti fólks til opinberrar grunnþjónustu liggi fyrir árið 2021.
Verkefnismarkmið
Verkefnismarkmið: Að íbúar landsins, óháð búsetu, hafi jafnt aðgengi að opinberri grunnþjónustu með bættum aðstæðum og tæknilausnum.
Skilgreindur verði réttur fólks til opinberrar grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntunar, samgangna og fjarskipta. Þegar skilgreining liggur fyrir verði unnar tillögur um tæknilega framkvæmd og jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti þjónustu á vegum ríkisins og gerðar tillögur um það í langtímaáætlun eigi síðar en árið 2021.
- Ábyrgð: Innviðaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
- Tímabil: 2019–2021.
- Tillaga að fjármögnun: 3 millj. kr. úr byggðaáætlun.