Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.04. Stafrænt forskot

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Viðræður eru í gangi við einkaaðila um framkvæmd aðgerðarinnar. Stefnt er að undirritun samnings í byrjun árs 2024.

Tengiliður  

Lóa Auðunsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að fyrirtæki nýti stafræna tækni til vaxtar og viðnámsþróttar í ört breytilegu við¬skiptaumhverfi.

Stutt lýsing: Fyrirtæki verði hvött til að hagnýta stafræna tækni til að auka samkeppnishæfni og nýbreytni í rekstri. Jafnframt verði þau hvött til að nýta stafrænar lausnir til að sækja fram á sviði nýsköpunar og vöruþróunar. Boðið verði upp á aðgang að fræðslu og fyrirlestrum sérfræðinga um nýtingu stafrænnar tækni, svo sem sjálfvirknivæðingu, bálka¬keðjutækni, sýndarveruleika og gervigreind, við daglegan rekstur og nýsköpun. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda fyrirtækja sem taka þátt.

  •  Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  •  Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Samtök verslunar og þjónustu.
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Háskólinn á Bifröst, Samtök verslunar og þjónustu, lands¬hlutasamtök sveitarfélaga, áfangastaðastofur og símenntunarmiðstöðvar. 
  •  Tímabil: 2022–2024.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna, klasastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 9, einkum undirmarkmið 8.3, 9.4 og 9.5.
  •  Tillaga að fjármögnun: 12 millj. kr. af byggðaáætlun

Sveitarstjórnir og byggðamál
Vísindi nýsköpun og rannsóknir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta