Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.12. Uppsetning og rekstur matvælakjarna

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Verkefnið snýr að því að koma á fót matvælakjarna á Vopnafirði, þ.e. vottuðu vinnslurými þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur hafa aðgang að aðstöðu til að framleiða og þróa vörur. Með þessu er ætlunin að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði. Verkefnið er hálfnað í árslok 2023 og áætluð verklok eru í mars 2024.

10. febrúar 2023  Samningur um matvælakjarna á Vopnafirði.

Tengiliður    

Guðmundur B. Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - gudmundur.b.ingvarsson@urn.is

Aðgerðin

Markmið: Að nýsköpun og vöruþróun heima í héraði verði styrkt og stutt við matarfrumkvöðla með bættri og útbreiddari aðstöðu.

Stutt lýsing: Komið verði á fót matvælakjörnum (matarsmiðjum/tilraunaeldhúsum) víðar um landið en nú er. Matvælakjarni sé vottað vinnslurými þar sem frumkvöðlar og smá¬framleiðendur hafi aðgang að aðstöðu til að framleiða og þróa vörur. Samhliða verði kom¬ið á fót stöðu matvælafulltrúa sem hafi það hlutverk að sjá um rekstur matvælakjarnans og hafa yfirsýn yfir matvælaframleiðslu á viðkomandi svæði. Hann verði tengiliður á milli frumframleiðenda, annarra matvælaframleiðenda, ferðaþjónustuaðila og veitingamanna á svæðinu. Með aðgerðinni verði neysla afurða úr nærsamfélaginu aukin, vöru¬þróun styrkt og matarfrumkvöðlum og smáframleiðendum verði auðveldað að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, matvælaráðuneyti, Matís ohf., Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélög og matar- og vörusmiðjur í landinu.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Matarauðlindin Ísland, matvælastefna Íslands til árs¬ins 2030, nýsköpunarstefna, klasastefna, tillögur starfshóps um aðgerðir gegn matarsóun.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 2, 8, 9 og 12, einkum undirmarkmið 2.4, 8.2, 8.4, 8.9, 9.1, 9.3, 9.4, 12.2 og 12.3.
  • Tillaga að fjármögnun: 20 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Atvinnuvegir
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta