Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.06. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Stafrænt áætlanakerfi var innleitt árið 2022. 62 af 64 sveitarfélögum landsins staðfestu endurskoðun fyrir árið 2023. Áætlanirnar ná til 99,8% af íbúum landsins. HMS vinnur nú með sveitarfélögum að endurskoðun og uppfærslu húsnæðisáætlana fyrir 2024. Tólf sveitarfélög hafa nú þegar staðfest endurskoðun. Niðurstöður húsnæðisáætlana eru aðgengilegar í mælaborði HMS. Þar má m.a. finna spá um þróun mannfjölda, áætlun um hversu margar íbúðir verði þörf fyrir á næstu árum og hvernig sveitarfélögin hyggist skapa skilyrði til uppbyggingar með framboði byggingarhæfra lóða.

Desember 2022  Hvað er byggt í hverju sveitarfélagi? Frétt af vef innviðaráðuneytisins.

Tengiliður 

Lísa Margrét Sigurðardóttir, innviðaráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin
Markmið: Að raunhæfar og markvissar húsnæðisáætlanir verði í gildi hjá öllum sveitar¬félögum á stafrænu formi og þær endurskoðaðar árlega.

Stutt lýsing: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinni að því að innleiða stafrænar hús¬næðis¬áætlanir með það að markmiði að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra og uppfærslu og auka áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Sveitarfélög skili áætlunum sínum í áætlanakerfi HMS. Stuðlað verði að því að sveitarfélög vinni saman að gerð húsnæðisáætlana, t.d. á vettvangi landshlutasamtaka. Framkvæmd verði sameiginleg þarfagreining, m.a. í tengslum við landsskipulagsstefnu, svæðisskipulag og þá þætti í aðalskipulagi sem snúa að framboði og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, einkum til leigu. Í húsnæðisáætlunum komi fram hvernig íbúðaþörf mismunandi hópa verði mætt, þ.m.t. að fötluðu fólki sem býr á stofnunum eða herbergjasambýlum verði boðnir aðrir búsetukostir og staðan á því verkefni kortlögð og metin við árlega endurskoðun húsnæðisáætlunar.
  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög og Skipulagsstofnun.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Húsnæðis- og skipulagsáætlanir sveitarfélaga, landsskipulagsstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11, einkum undirmarkmið 11.1, 11.3 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 12,5 millj. kr. af byggðaáætlun.

Húsnæðismál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta