Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.02. Brothættar byggðir

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

1. október 2024  Byggðastofnun leggur til 135 m.kr. viðbótarframlag.

10. júlí 2024  Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi.

26. júní 2024  Framtíðarnefnd tekur við keflinu í Árneshreppi.

3. maí 2024  Árskýrsla Brothættra byggða fyrir árið 2023.

Janúar 2024  Árið 2023 var Byggðastofnun í samstarfi við fimm byggðarlög og sjö árið 2022. Þó að stofnunin sé ekki lengur formlegur þátttakandi í verkefnum er áfram náið samstarf. Árið 2022 hófu Dalabyggð og Stöðvarfjörður þátttöku en formlegri þátttöku Grímseyjar og Þingeyrar lauk. Bakkafjörður og Strandabyggð hafa fengið framlengingu út árið 2024. Í árslok 2023 lauk verkefninu í Árneshreppi, en gert er ráð fyrir lokaíbúafundi þar í júní 2024. 

Október 2023  Málþing um brothættar byggðir haldið á Raufarhöfn 5. október. Hér má sjá frétt um málþingið og hér er að finna áhrifamat á verkefninu Brothættar byggðir sem KPMG vann.

24. maí 2023  Öll vötn til Dýrafjarðar, lokaíbúafundur

8. mars 2023  Glæðum Grímsey. lokaíbúafundur.    

Tengiliðir   

Helga Harðardóttir, Byggðastofnun - [email protected]
Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun - [email protected]

Aðgerðin 

Markmið: Að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum.

Stutt lýsing: Haldið verði áfram með verkefnið Brothættar byggðir þar sem leitað er lausna á bráðum vanda á tilteknum svæðum vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi undangengin ár. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í íbúaþróun í þátttökubyggðarlögum.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Íbúar viðkomandi byggðarlaga, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga, ráðuneyti og stofnanir. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 11, einkum undirmarkmið 8.3, 8.9, 9.4 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 600 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Vinnumál
Byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta