Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.16. Kostnaðargreining vegna þjónustusóknar

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

23. október 2024  Hönnuð hefur verið reikniregla til að áætla heildarakstur og aksturstíma utanbæjar vegna þjónustusóknar íbúa allra svæða og þar ofan á reiknast ferðakostnaður og vinnutap, umfram það sem félli til ef þjónustan væri sótt innanbæjar. Leitast er við að nota raungögn um búsetu, þjónustustað og tíðni notkunar á viðkomandi þjónustuþætti, en ef raungögn vantar eru niðurstöður þjónustukönnunar Byggðastofnunar nýttar í staðinn. Stefnt er að því að útreikningar vegna heilbrigðisþjónustu (heilsugæslu, sérfræðilækna, fæðinga og spítala) séu tilbúnir í árslok 2024. Kostnaður vegna annarrar þjónustusóknar, s.s. vegna mennta- og félagsþjónustu, verður reiknaður þegar niðurstöður um heilbrigðisþjónustu liggja fyrir.

14. nóvember 2023  Hönnuð hefur verið reikniregla til að áætla akstur og aksturstíma íbúa vegna þjónustusóknar úr heimabyggð. Ferðakostnaður, þ.e. akstur og vinnutap, er áætlaður með notkun gagna um þjónustusókn. Gögn þurfa að innihalda upplýsingar um búsetu, þjónustustað og tíðni notkunar á viðkomandi þjónustuþætti, s.s. heilsugæslu, sérfræðilækningum og fæðingaþjónustu. Reiknaður er heildarfjöldi ekinna kílómetra og aksturstími (utanbæjar) vegna þjónustusóknar íbúa hvers svæðis og ofan á það reiknast ferðakostnaður og vinnutap, umfram það sem félli til ef þjónustan væri sótt innanbæjar. Fengist hafa ítarleg gögn um flestar gerðir heilbrigðisþjónustu og áhersla verður lögð á klára að áætla kostnað vegna hennar áður en kostnaður vegna annarrar þjónustusóknar, þ.e. mennta- og félagsþjónustu, er reiknaður.

Tengiliður

Þorkell Stefánsson, Byggðastofnun - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að heildarkostnaður vegna þjónustusóknar verði greindur.

Stutt lýsing: Greindur verði heildarkostnaður við þjónustusókn, þ.m.t. ferða- og uppihaldskostnaður, vinnutap og annar samfélagslegur kostnaður sem til fellur, hjá mismunandi samfélagshópum við að sækja tiltekna opinbera þjónustu um lengri veg, svo sem heilbrigðis-, mennta- og félagsþjónustu. Aðgerðir til jöfnunar aðgengis geti byggst á samfélagslegum heildarkostnaði, óháð því hver ber hann.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun og fleiri
  • Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, stofnanir og háskólar.
  • Tímabil: 2022–2023.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undirmarkmið 9.1, 11.2 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 5 millj. kr. af byggðaáætlun.

Byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta