Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.14 Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Ísland tekur þátt í Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) sem tekur til Íslands, Færeyja, Grænlands og strandhéraða Noregs, Norðurslóðaáætlun ESB (NPA) sem er samstarfsvettvangur Írlands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Færeyja, Grænlands og Íslands og European Territorial Observatory Network (ESPON) sem er samstarf ESB og EES ríkja. Á árunum 2022-23 veitti NORA styrki til á þriðja tug verkefna og er íslensk þátttaka í þeim flestum. Á árunum 2022-23 hefur NPA samþykkt 17 verkefni, þar af 13 með íslenskri þátttöku. ESPON miðar að því að efla magn og gæði byggðarannsókna og greiða aðgengi stjórnvalda að þeim. Þá tekur Ísland virkan þátt í starfi Nordregio sem hefur það hlutverk að stunda rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála. Nordregio Forum 2023 var það haldið í Reykjavík í nóvember 2023 undir yfirskriftinni Young Nordics.

Tengiliður   

Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að þekkingargrundvöllur stefnumótunar og framkvæmdar á sviði byggðamála verði styrktur með aðgengi að alþjóðlegum straumum og stefnum á því sviði.

Stutt lýsing: Virk þátttaka verði í alþjóðlegu samstarfi, svo sem undir merkjum Nora, Nordregio, Norðurslóðaáætlunar, ESPON og OECD, og þekkingar- og hugmyndafræðilegur grundvöllur byggðaaðgerða þannig styrktur og efldur.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneytið og Byggðastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, aðrar þekkingar- og rannsóknarstofnanir, lands¬hluta¬samtök sveitarfélaga, sveitarfélög og atvinnulífið. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17, einkum undirmarkmið 11.a, 17.13, 17.14, 17.16 og 17.17.
  • Tillaga að fjármögnun: 410 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Innviðaráðuneytið
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum